Tommy Hilfiger Liðið er að koma upp úr áhugamannadeildinni þar sem það sigraði liðakeppnina á síðasta tímabili. Töluverðar breytingar hafa orðið á liðinu milli ára og eru liðsmenn frá því 2024 þeir Garðar Hólm liðsstjóri og Hannes Sigurjónsson. Nýir liðsmenn eru þær Birgitta Bjarnadóttir, Rakel Katrín Sigurhansdóttir og Þórdís Erla Gunnarsdóttir

Garðar Hólm

Garðar Hólm er mikill hesta áhugamaður og hefur verið viðriðinn hesta frá unga aldri gegnum fjölskyldu sína. Hann lítur á sig sem barnastjörnu þó ekki séu allir sammála um það. Á seinni árum er hans helsti árangur að sigra einstaklingskeppni Áhugamannadeildar árið 2024 auk þess sem lið hans Tommy Hilfiger sigraði liðakeppnina þar og vann sér inn rétt til þátttökuí 1. deildinni í hestaíþróttum. Garðar stundar hrossarækt með fjölskyldu sinni og tengdafjölskyldu og er ræktunin kennd við Neðra-Sel. Aðal starf Garðars er fasteignasala og hefur hann starfað við hana frá árinu 2003.

Rakel Katrín Sigurhansdóttir

Rakel Katrín Sigurhansdóttir Eigandi Fáka-Far hestafluttninga ásamt Sævari manni sínum. Rakel þjálfar hrossin sín í Herði í Mosfellsbæ. Hún og Sævar eiga hrossarækt Traðarholt og þar hafa þau ræktað þó nokkur hross sem eru farin að láta ljós sitt skína og einhver munu vonandi sjást í keppninni í vetur. Rakel elskar Tenerife, Tæland og góða cokteila á ströndinni.

Birgitta Bjarnadóttir

Birgitta er í Hestamannafélaginu Geysi. Hún starfar við tamningar og þjálfun á Hrossaræktarbúinu Sumarliðabæ 2. Hefur náð góðum árangri í keppni síðustu ár. Birgitta er einnig menntaður íþróttadómari. Uppáhalds lag Birgittu er “Gerum okkar besta” með Valgeiri Guðjónssyni enda er Birgitta nýr formaður í Sérsveitinni stuðnings sveit Íslenska landsliðsins í handbolta.

Þórdís Erla Gunnarsdóttir

Þórdís Erla Gunnarsdóttir hrossaræktandi og Reiðkennari. Þórdís Erla stafar sem þjálfari og reiðkennari að hrossaræktarbúinu Auðsholtshjàleigu ásamt fjölskyldu sinni. Þórdís Erla er útskrifaður reiðkennari og þjálfari frá Háskólanum á Hólum i Hjaltadal og starfar við kennslu hér heima sem og víðsvegar um Evrópu Þórdís er þaulreynd keppniskona og staðið sig vel keppni og sýningum frá unga aldri. Þórdis Erla var valin Hestaíþróttakona Fáks í tvígang var liðstjóri og liðsmaður í sigursæli liði Auðsholtshjáleigu í Meistaradeildinni.Liðið sigraði deildina 2016 . Hún hefur orðið Íslands og Reykjavíkur meistari, sigrað Gæðingakeppni Fáks og riðið til úrslita í A flokki á Landsmóti sem og náð góðum árangri i skeiðgreinum. Þórdís elskar útivist, samveru með fjölskyldunni og að ferðast til Danmerkur.

Hannes Sigurjónsson

Hannes starfar sem lýtalæknir og hefur verið hestamaður frá barnsaldri. Uppeldisklúbburinn var Fákur en hann stundar núna sína hestamennsku í Spretti. Hannes hefur ræktað hross ásamt Ingu konunni sinni og börnum á jörðinni Hamarsey í Flóahreppi. Búið hefur skilað fimm hryssum með 9,5 fyrir tölt og náð í níu Íslandsmeistaratitla í sporti ásamt því að hafa verið tilnefnt til hrossaræktarbús og keppnishestabús ársins. Á seinni árum er hans helsti árangur að sigra liðakeppni Áhugamannadeildar árið 2024 auk þess að lenda í öðru sæti í einstaklingskeppninni. Hannes elskar að stinga af a skíði en mætti timasetja þær ferðir betur.