Snorri Dal
Snorri er menntaður reiðkennari frá Hólaskóla. Hann starfar hjá fyrirtækinu Sportfákar sem er með aðstöðu í Sörla í Hafnarfirði. Snorri á farsælan feril á keppnisbrautinni en þar má telja upp sigur í B-flokk og 150m skeiði á Landsmóti, tveir Íslandsmeistaratitlar í fjórgangi V1 ásamt því að hafa riðið til úrslita á bæði Heimsmeistaramóti og Norðurlandamóti. 
Anna Björk Ólafsdóttir
Anna Björk er menntaður þjálfari frá ÍSÍ og starfar hjá Sportfákum í Sörla í Hafnarfirði. Henni hefur gengið vel á keppnisbrautinni undanfarin ár og er meðal annars Íslandsmeistari í samanlögðum fjórgangsgreinum, hefur verið í B-úrslitum í B-flokk á Landsmóti og þriðja sæti í T1 á World Tölt svo eitthvað sé nefnt.
Ingibergur Árnason
Ingibergur starfar hjá Auglýsingavörum.is og stundar hestamennsku í Sörla í Hafnarfirði. Hann hefur verið áberandi á keppnisbrautinni undanfarin ár og þá sérstaklega á skeiðbrautinni á hryssunni Sólveigu frá Kirkjubæ.
Sunna Sigríður Guðmundsdóttir

Sunna Sigríður er útskrifaður reiðkennari frá Hólum og starfar við tamningar í Austurási

Þorgils Kári Sigurðsson
Þorgils Kári starfar við þjálfun og tamningu hrossa í Kolsholti í Flóa.