Tinna Rut Jónsdóttir
Tinna Rut Jónsdóttir, liðsstjóri, hún hefur verið með hestaveikina svo lengi sem hún man eftir sér, hún hefur búið í Mýrdal í rúmt ár og hefur byggt þar upp tamningaraðstöðu þar og starfar þar sem tamningarmaður. Hún ræktar hross undir ræktunar nöfnunum Laxárholt og Mýrdalur. Hún hefur keppt mikið í gegnum tíðina bæði hérlendis og í Noregi, þar sem að hún starfaði sem tamningamaður í 2 ár.
Hún er mega peppaður liðsstjóri og ætlar að hafa gaman af deildinni í vetur!
Ingunn Birna Ingólfsdóttir
Ingunn Birna Ingólfsdóttir hefur hrærst í hestamennsku alla sína hunds og kattartíð og á rætur að rekja í Kálfholt í Ásahreppi. Hún hefur keppt talsvert og sýnt kynbótahross, hún er útskrifaður þjálfari og reiðkennari frá Hólum og starfar á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ.
Helgi Þór Guðjónsson
Helgi Þór Guðjónsson er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hann starfar sem tamningarmaður á Selfossi.
Sigríður Pjetursdóttir
Reiðkennari og á og rekur Hestamiðstöðina Sólvang ehf. á Sólvangi við Eyrarbakka- þar sem stunduð er m.a. hrossarækt og hestatengd ferðaþjónusta. Hún var mikið á keppnisbrautinni í fyrri tíð og er margfaldur Íslandsmeistari og Landsmóts sigurvegari en hefur í seinni tíð mikið sinnt kennslu og dómstörfum.
Rósa Birna Þorvaldsdóttir
Rósa Birna Þorvaldsdóttir hefur stundað hestamennsku alla sína ævi. Hún útskrifaðist frá Háskólanum á Hólum sem reiðkennari árið 2011 og hefur starfað við kennslu og þjálfun hrossa síðan. Hún rekur nú tamningastöð á Sandhól í Ölfusi undir nafninu Kerhólshestar.