Kidka/Hestakofi

KIDKA er þekkt fyrir framleiðslu á íslenskum ullarvörurum. Okkar vinsælu Kidka Undirdýnur og Hestaábreiður er orðin þekkt í hestaheiminum, ásamt peysum og öðru.
HESTAKOFI er nytt vörumerki á Islandi, sem stendur fyrir umhirðu vörur ur 100% náttúrulegu innihaldsefnum.
Elvar Logi Friðriksson
Elvar Logi Friðriksson er búsettur á Hvammstanga en er fæddur og uppalinn á Varmalæk í Skagafirði. Starfar sem tónlistarkennari en hefur stundað tamningar og þjálfun hrossa frá blautu barnsbeini. Hefur verið í KS deildinni og Vesturlands deildinni sýðustu ár oft með ágætis árangri. Var í A úrslitum á FM í sumar í A flokki á Tening frá Víðivöllum fremri og verð þeir saman í vetur.
Siguroddur Pétursson
Er búinn að vera keppandi í Meistaradeildinni í nokkur ár og í vesturlandsdeildini frá upphafi með ágætis árangri
Haukur Bjarnason
Borgfirskur allan tímann, menntaður reiðkennari. Býr á hrossaræktarbúinu Skáney ásamt fjölskyldu og starfar við allt sem viðkemur hestum og tengt þeim t.d. temja, rækta, selja, kenna og dæma. Haukur hefur verið í Vesturlandsdeild og Meistaradeild KS síðustu ár. Aldrei vandamál bara lausnir þar sem Haukur er.
Fredrica Fagerlund
Fredrica Fagerlund er sænskumælandi finni að uppruna. Hún er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Að loknu reiðkennaranámi hóf Fredrica störf við kennslu við Háskólanum á Hólum, en undanfarin ár hefur hún stundað tamningar og þjálfun á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ sem og tekið að sér kennslu jafnt hérlendis sem erlendis. Fredrica hefur verið iðin á keppnisvellinum og hefur keppt með góðum árangri í Meistaradeildinni, Meistaradeild KS og Vesturlandsdeildinni, sem og verið í A-úrslit á Fjórðungsmótum.
Hjörvar Ágústsson
Hjörvar er með B.c í reiðmennsku og reiðkennslu frá Hólum. Stunda sjálfstæðan rekstur við tamningar , þjálfun, kennslu , ræktun og allt sem við kemur hestamennsku ásamt konu minni Hönnu Rún Ingibergsdóttur. Við búum á Kirkjubæ á Rangárvöllum. Hef tekið virkan þátt í keppni ásamt því að sýna töluvert af kynbótahrossum á ári hverju. Skemmtilegast finnst mér að byggja upp hest frá grunni og koma honum af stað í keppni.