Ylfa Guðrún Svafarsdóttir

Ylfa er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og rekur tamningastöð í hestamannafélaginu Sörla í Hafnarfirði. Ylfa hefur verið áberandi á keppnisvellinum frá unga aldri og var meðlimur U21 landsliðsins á árunum 2016-2021. Hún er þrefaldur Íslandsmeistari í T2 og F1 og á marga Reykjavíkurmeistaratitla á bakinu ásamt því að hljóta silfur á Norðurlandamóti 2016 og vera í úrslitum 2018.

Játvarður Jökull Ingvarsson

Játvarður stundar hestamennsku að kappi ásamt fjölskyldu sinni í Herði í Mosfellsbæ. Hann stofnaði fyrirtækið Hringdu á sínum tíma og starfar þar í dag sem framkvæmdastjóri. Játvarður hefur keppt þó nokkuð í gegnum tíðina en hefur ekki verið sýnilegur síðastliðin ár en hyggst nú gera breytingar á því.

Haukur Tryggvason

Haukur Tryggvason er hestaþjálfari og reiðkennari, útskrifaður frá Háskólanum á Hólum. Hann var búsettur í Þýskalandi í tæp 20 ár þar sem hann starfaði sem reiðkennari, þjálfari og tamningamaður. Haukur er nýlega fluttur aftur heim til Íslands og starfar nú á Hvoli í Ölfusi. Haukur hefur víðtæka reynslu og notið velgengni í keppni í gegnum árin. Helstu titlar Íslandsmeistari, þýskur meistari, Norðurlandameistari og var nokkrum sinnum í íslenska landsliðinu, sem og þjálfari hjá þýska landsliðinu.

Reynir Örn Pálmason
Reynir hefur verið viðloðin keppnisvellinum til margra ára og hefur unnið til margra verðlauna í ýmsum greinum. Reynir er meðal annars blikksmiður að mennt ásamt því að hafa gengið í Hólaskóla. Í dag rekur hann hrossaræktarbúið Margrétarhof í Ásahrepp með miklum sóma.
Thelma Dögg Tómasdóttir

Thelma Dögg er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hún rekur tamningastöð á Kálfhóli þar sem hún býr ásamt því að taka að sér kennslu. Thelma hefur verið áberandi á keppnisvellinum frá unga aldri og staðið sig með miklum sóma þar.