Kynning á liði HorseDay

Í liði HorseDay eru knapar sem koma úr ólíkum áttum. Einkunnarorð: Samvinna skapar liðsheild. Hafa gaman saman.
Team HorseDay includes riders with different backgrounds. Motto: Team work makes dream work. Enjoy the ride.
HorseDay knapar/team members: Anna S. Valdimarsdóttir, Friðdóra Friðriksdóttir liðsstjóri, Axel Örn Ásbergsson, Elín Magnea Björnsdóttir og Bergrún Ingólfsdóttir
HorseDay þjálfari/trainer: Eyrún Ýr Pálsdóttir.
Axel Örn Ásbergsson
Axel Örn Ásbergsson er búfræðingur frá LBHÍ og með BSc í reiðmennsku og reiðkennslu frá Hólaskóla. Starfar við tamningar, þjálfun, kennslu og sölu hrossa í hestamiðstöðinni Dal í Mosfellsbæ. Er á sínu fyrsta ári í 1 deildinni.
Friðdóra Friðriksdóttir
Friðdóra Friðriksdóttir er menntaður þjálfari og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og er gæðingadómari. Hún starfar hjá fyrirtæki sínu Hestaval, àsamt fjölskyldu sinni, sem er á félagssvæði Sörla í Hafnarfirði. Friðdóra hefur verið viðloðandi keppni frá barnsaldri og keppt mest megnis í meistaraflokki með fínum árangri. Hún hefur meðal annars orðið Íslandsmeistari í 1. flokki, Suðurlands meistari, skeiðmeistari og margfaldur Hafnarfjarðarmeistari, sem og íþróttakona Sörla 2023.
Friðdóra Friðriksdóttir is a horse trainer and instructor graduated from Hólar university and also a gæðinga judge. She is training horses and instructing at the horse club Sörli in Hafnarfjordur. She also travels to other horse clubs in Icelands and gives clinics in other countries as well. Friðdóra and her family run the training and horse selling company Hestaval together. She has been competing since a young rider with good results mainly in the highest levels of the competition.
Anna Valdimarsdóttir
Anna Valdimarsdóttir hefur verið viðloðandi keppni í áratugi en hefur einbeitt sér að uppbyggingu tveggja fyrirtækja síðustu ár, ásamt fjölskyldu sinni, og hefur því minna sést á keppnisbrautinni. Annars vegar reka þau fyrirtækið Fákaland, sem framleiðir reiðtygi, og hins vegar Fákaland Export, sem sér um útflutning á hrossum. Meðfram fyrirtækjarekstri starfar hún á Fákssvæðinu, þar sem hún þjálfar og kennir, auk sem Anna eyðir hluta úr hverju ári í Þýskalandi við sömu störf. Hún hefur verið í íslenska landsliðinu bæði á Norðulandamóti og Heimsmeistaramóti og var í A-úrslitum í F1 2007 í Hollandi Hún vann Þýska meistaramótið í F1, varð Norðurlandameistari í V1 2006 í Danmörku og það sama ár var hún valin Hestaíþróttakona Íslands.
Anna Valdimarsdóttir has been participating in competition for many years, but has focused on establishing two companies in recent years, together with her family. On the one hand, they run Fákaland saddlery, which manufactures horse tack, and on the other hand, Fákaland Export, which handles the export of horses. Along with business operations, she works at the Fákur horse club, where she trains and teaches, and Anna spends part of each year in Germany doing the same work. She has been in the Icelandic national team at both the Nordic Championship and the World Championship and was in the A finals in F1 2007 in Holland. She won the German Championship in F1, became the Nordic Champion in V1 2006 in Denmark and also became Iceland’s Equestrian Woman of the year.
Elín Magnea Björnsdóttir
Elín Magnea Björnsdóttir Menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Starfar nú hjá hestamiðstöðinni Dal í Mosfellsbæ og er í hestamannafélaginu Herði.
Bergrún Ingólfsdóttir
Bergrún Ingólfsdóttir er menntaður Reiðkennari frá Háskólanum á Hólum ásamt því að vera Einkaþjálfari. Hún starfar við tamningar og þjálfun hrossa í Kálfholti í Rangárvallasýslu auk þess sem hún hefur haft í nógu að snúast að kenna námskeiðið Knapaþjálfun sem hefur hlotið mikið lof. Bergrún hefur náð fínum árangri í keppni og ber þar hæst að nefna A úrslit í A-flokki gæðinga á síðastliðnu Landsmóti.