Hafþór Hreiðar Birgisson

Hafþór Hreiðar Birgisson er með BSc í viðskiptafræði frá HÍ. Hann starfar við tamningar, þjálfun og sölu hrossa í Hraunholti í Flóa. Hafþór hefur mikla keppnisreynslu og hefur verið í úrslitum á Landsmótum og Íslandsmótum frá unga aldri.

Arnar Máni Sigurjónsson

Arnar Máni Sigurjónsson er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hann starfar sem reiðkennari og gröfumaður. Arnar stundar hestamennsku með fjölskyldu sinni í Víðidalnum

Guðmunda Ellen Sigurðardóttir

Guðmunda Ellen Sigurðardóttir er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hún þjálfar hross á félagssvæði Sleipnis á Selfossi. Guðmunda hefur keppt með góðum árangri og er meðal annars ríkjandi Íslandsmeistari í fjórgangi. 

Þórdís Inga Pálsdóttir

Þórdís Inga Pálsdóttir er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum, hún þjálfar hross í Fáki Víðidal ásamt því að vinna á leikskóla. Hún hefur verið í hestamennsku frá ungum aldri og keppt með góðum árangri

Benedikt Ólafsson

Benedikt Ólafsson er húsasmiður og stundar nám við háskólann í Reykjavík auk þess að þjálfa hross og smíða. Benedikt hefur verið sýnilegur á keppnisbrautinni undanfarin ár með góðum árangri og er meðal annars ríkjandi heimsmeistari ungmenna í gæðingaskeiði.